Japanskt viskí sem unnið er úr japönsku malti, eimað í koparpottum að skoskum sið. Viskíið er látið liggja og eldast í amerískri eik og frönskum rauðvínstunnum.
Lyktin einkennist af ávöxtum, epli, ananas og sítrusberki auk þess að vera með nokkuð rjómakennt yfirbragð sem minnir helst á créme brulée. Bragðið er mjúkt, þykkt og ríkt af ávexti, ferskjum, peru og aprikósum. Langlíft og þroskað bragð.