Rauðvín frá Sikiley á suður-Ítalíu framleitt af einum virtasta vínframleiðanda Ítalíu, Donnafugata. Vínið er framleitt úr Nero d'Avola þrúgunni og er kirsuberja rautt á litinn, meðalfyllt og ferskt. Létt kryddað með kirsuberja tónum bæði í nef og munni. Vínið er upplagt með ljósu kjöti, pinnamat og grillmat.