Ocho Reposado er 100% agave og ber með sér ljúfan þokka, lyktin er smjörkennd með ríkulegum ávexti og vanillu.
Vökvinn er látinn liggja í 8 vikur og 8 daga í amerískri Bourbon tunnu sem gefur af sér gegnsæjan amber lit.
Bragðið er umlukið bökuðu agave sem nær góðu jafnvægi með sætum kryddum, kanil og mildum tónum af vanillu.
Langt og rjómakennt eftirbragð.