Ocho Plata er 100% agave og skilgreinist sem ,,blanco" eða ,,silver" tekíla.
Litur vökvans er alveg tær og ilmurinn einkennist af bökuðu agave, suðrænum ávöxtum eins og peru, banana, mangó, ananas og lime, auk pipraðra undirtóna.
Bjart og blómlegt bragð með mildri seltu. Jalapeno, ferskja, hunangssæta og rósablöð.
Eftirbragðið er langlíft og piprað með áberandi agavetónum.
Upplagt eitt og sér og ekki síðra í hefðbundna tekíla kokteila og kokteilagerð þar sem stuðst er við sítrusávexti. Paloma og Margarítur þá helst.