Ocho er einstakur tekíla framleiðandi sem endurspeglar landið, tímann, jarðveginn, loftslagið og hefðirnar. Ocho var stofnað árið 2008, staðsett í hálendi Jalisco í Mexíko og sérhæfir sig í árgangsmerktu hágæða tekíla. Hver og ein uppskera agave plöntunar er einstök og úr verður sérstök afurð fyrir hvern árgang. Uppskeran er aldrei eins og því þarf að bragða til og fullkomna samsetninguna.