Bodegas Amaren er undir víngerð Bodegas Luis Canas og eru frá Rioja, Alavesa á Spáni. Þrúgurnar sem notaðar eru í víngerð Amaren koma frá svæðum sem eru nokkuð hátt yfir sjávarmáli og er áhersla lögð á gæða víngerð þar sem meðalaldur vínviðarins er yfir 60 ár. Hvert og eitt vín fær að njóta sín með sérstaka eiginleika sem endurspeglast af jarðveginum og staðsetningu ekrunnar.