Bodegas Luis Cañas er framsækinn og margverðlaunaður vínframleiðandi staðsettur í Villabuena, Rioja á Spáni. Luis Cañas er fjölskyldurekið fyrirtæki og hefur verið það frá stofnun árið 1928. Framleiðandinn vinnur aðallega með þrúgur á borð við Tempranillo, Viura, Malvasía, Garnacha og Graciano.
Luis Cañas er þekkt fyrir að framleiða gæða vín sem standa vel undir verði. Matur er mikill áhrifavaldur við víngerð Luis Cañas og segir Juan Luis víngerðarmaður „ ef ég myndi borða salat í öll mál þá væri ég ekki í víngerð“. Luis Cañas leggur áherslu á að vinna vínin sín í sem mestu sátt og samlyndi við náttúru og nýtir til þess framsækna tækni til víngerðar.