Rauðvín
Vandaðu valið og veldu hágæða rauðvín

Chateau Haut Lartigue
Meðalfylling. Ósætt. Fersk sýra. Miðlungstannín. Dökk skógarber. Lyng. Bragðmikið.
Gott með aðalréttum. Helst alifuglum, lambakjöti, svínkjöti og pasta
Hvítvín
Gæða hvítvín frá þekktum framleiðendum

Epoque Collection Terrior
Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling. Ósætt. Fersk sýra. Sítróna. Epli. Grösugt. Steinefni. Vínið er frá Bergerac héraði á Frakklandi.
Gott með sushi, skelfiski, fiski og grænmetisréttum.

Epoque Tradition Semillon ( Lítil flaska )
Létt fylling, hálfsætt, mild sýra. Pera og ananas keimur. Vínið er frá Bergerac héraði á Frakklandi.
Gott sem móttöku eða eftirrétta vín. Passar einnig vel með pinna mat og öðrum mat i léttari kantinum.
Rósavín
Lífrænt rósavín fyrir þá sem láta sér annt um umhverfið
Kampavín/Freyðivín
Bubblur eru alltaf klassík
Bjór
Eitthvað fyrir alla
Romm
Angostura romm þekkja allir romm áhugamenn

Angostura White Rum
Hefur sterkan karakter sem skín í gegn. Mjúkt, þurrt og kryddað romm með léttu sítrus, ávaxta og eikar bragði. Vanilla fær einnig að njóta sín og skapar hlýtt og litríkt bragð. Auðvelt að para saman við fjölbreytt hráefni.
Gott í kokteila sem styðjast við ávexti.

Angostura 5 ára
Súkkúlaði, vanilla og ristuð eik í aðalhlutverki auk annarra krydda sem bjóða upp á þæginlegt en um leið kröftugt bragð. Nokkuð Sterkt alkahól bragð, hlýtt og milt eftirbragð.
Dökka bragðið gerir rommið einstaklega skemmtilegt til kokteilgerðar en er einnig gott eitt og sér.
Bitter
Angostura bitter er gífurlega vinsæll og umbúðirnar óbreyttar í fjölda ára
Vermouth
Léttir og skemmtilegir
Gin
X-Gin er ultra premium gin, og fylgir með því kakónibbur til íblöndunar

X-Gin
Notast við 15 jurtir og fleiri krydd sem baða sig í litríkri bragðbombu. Mjög milt og bragðgott. Ber, möndlur, hnetur og súkkulaði keimur gerir ginið frábrugðið öllum öðrum.
Gott með klaka tonik, kakóbaunum og hindberjum. Einnig gott að blanda við appelsínulíkjör sem ýtir undir súkkulaði bragðið. Kakónibbur fylgja flöskunni sem gott er að bæta út í.
Vodka
Tovaritch er mest verðlaunaðasti Vodki í heimi

Tovaritch Vodka
Eimaður fimm sinnum áður en tappaður á flöskur og filteraður 20 sinnum.
Framleiðsluferlið skilar sér alla leið til neytandans sem upplifir hreint og tært bragð sem gerir hann að einum besta vodka heims.
Góður einn og sér sem skot eða í klaka. Drekkist kaldur. Einnig frábær í kokteilgerð.
Koníak
Mjúkt sem smjör í stofuhita

Hine Rare Fine Champagne VSOP
Yngsta koníakið í blöndunni er 6 ára og elsta 12 ára, meðal aldurinn er 8 ára. Brenndar nektarínur, þroskaðar apríkósur, melóna og súkkulaði. Langvarandi mjúkt bragð
Klassíkst Hine Koníak með fullkomið jafnvægi af kryddi og ávöxtum.