Um fyrirtækið

Sagan

Alvín Nordic Associates er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 2005.

Fyrirtækið er í eigu Halldísar Guðmundsdóttur sem er jafnframt starfandi framkvæmdarstjóri og Daníels Pálssonar sölu- og innkaupastjóra. Alvín sérhæfir sig í að flytja inn gæða vín og sterkt áfengi og erum við ákaflega stolt af þvi að vera í samstarfi við marga af virtustu áfengisframleiðendum víðsvegar um heim.

Nýverið hefur Alvín farið í gegnum vörumerkjabreytingar (e. rebranding) og er stefnan sett hátt.

Stefna

Margverðlaunuð vörumerki

Við leitumst eftir því að gera Íslendingum kleift að gæða sér á veigum frá bæði rótgrónum margverðlaunuðum vörumerkjum sem og einstökum nýjungjum. Við leggjum mikið upp úr háu þjónustu stigi og viljum stöðugt bæta okkur en stærð fyrirtækisins gerir okkur kleift að bjóða upp á persónulega og góða þjónustu.  Markmiðið er að halda áfram að bjóða upp á breitt vöruúrval og þar eru gæðin efst á oddi.

Starfsmenn

Uppfyllum kröfur viðskiptavina

Starfshópur Alvíns samanstendur af tveimur eigendum fyrirtækisins. Tvíeykið vinnur náið saman þegar kemur að því að skapa heildar ímynd og stefnu. Stærð og nálægð starfsmanna gerir okkur einnig auðveldara fyrir að deila endurgjöfum viðskiptavina sem berast úr öllum áttum til þess að þjóna markaðnum sem best og uppfylla kröfur viðskiptavina.

Daníel Pálsson

daniel@alvin.is | Sími 694-7384
– Sölu- og innkaupastjóri –

Halldís Guðmundsdóttir

halldis@alvin.is | Sími 691-7175
– Framkvæmda- og markaðsstjóri –